geymt en ekki gleymt


Hugmynd að þím-park ( á engilsaxnesku theme-park t.d. disney eða múmíndalur) hér á Íslandi. Þessari hugmynd laust niður í huga minn þegar ég var að lesa leiðara skrifaðann með zetu í ónefndu blaði. En þar er sagt frá því að andófsmaður Pútíns Rússlandsforseta,nefnilega Kasparov hafi verið handtekinn og fangelsaður í fimm daga. Þessu var svo líkt við ofsóknir Stalíns heitins. Nei nei kaldastríðið er enn við lýði, því það er eins og svipuðum aðgerðum ameríkana sé aldrei lýst á viðlíkan hátt(guantanamo...hum hum). Jæja hvað um það, hugmyndin er sú að þar sem við eigum nú einn andófsmann, Bobby Fisher skákmann(af amerísku bergi brotinn, tilviljun!!) gætum við tekið að okkur fleiri eins og t.d. Kasparov. Þeir myndu svo vera aðal-attraction þímparksins. Byggð væri skákhöll og í einum salnum væru þeir með daglega uppákomu, skák, rifrildi um skák og skákaðferðir nú og svo auðvitað týpíska melódramatíska prímadonnustæla og köst sem við þekkjum svo vel hjá stórmeisturunum. Í öðrum sölum gæti verið bókasafn, kennslustofur og meira að segja rannsóknarstofur með ofvöxnum skákmönnum. Aðalviðburður skákhallarinnar væru Kaldastríðsdagar, þar sem bandarískir skákmenn myndu mæta rússneskum, á boðstolnum væri kalt buffet og kælt vodka. Sæmi Rokk gæti verið safnvörður. Við höfum allt til alls, nú þurfum við bara smá Björgólfsfé og Kasparov. Þvílík hugmyndaauðgi, þegar ég ætti að vera grúfa mig yfir lærdómnum;)

Ummæli

já, einmitt. svona þímparks trekkja örugglega mun betur að en þessi blauta og loðna náttúra.
Móa sagði…
múmín-lindgren dalur, sendi vinum í finnlandi hugmyndina síðan pöntum við farið og förum á vit ævintýrana, hvernig líst þér á.
Edilonian sagði…
og ein lítil Lísa..
já, ég ætla að vera blanda af línu langsokk og míu litlu, fer eftir í hvaða skapi ég er.
kvoldmatur sagði…
Líst vel á þetta plan!
sit í 250 ára gamalli byggingu sem þótti mjög framúr stefnuleg á sínum tíma þar sem hún var með inni kömrum. Við búum höfuðsmannabústaðnum í virkinu og skrifstofan mín er í 100 m fjarlægð. Ég mæli ekki slíkum þímgarði enda mjög karllægt og þunglyndislegar byggingar!
Maggi og Hekla eru miklir innipúkar enda sumarblíða á Íslandi miðað við hér!
Tinna Kirsuber sagði…
Mig dreymdi þig í nótt. Þú varst með hár rétt niður fyrir eyru. Það fór þér vel.
Móa sagði…
Þ.
ertu búin að hitta jussa og maju
er ekki búin að senda þeim meil en get gert það
T.k. mjög langt síðan ég hef verið með svo stutt hár svo ég á erfitt með að ímynda mér, síðast var ég líklega 6 ára fannst ég ekkert töff í kjól með drengjakoll.
m.

Vinsælar færslur