la peste
Hef aldrei viljað aðhyllast einstaklingshyggju eða aðrar einhverfar íhaldshyggjur sem kemur því náttúrulega ekkert við en ég hefi smitað betri helminginn að pestinni minni. En ég er orðin mjög þjóðleg og farin að sjá að pestar og veður eru langbestu umræðuefnin, um þetta er hægt að tala endalaust. Lýsa alls kyns tilbrigðum og ef hægt er að tengja pestina við veðrið þá verður það óhjákvæmilega krassandi umræðuefni. Eitthvað annað en verðbólga og stýrivextir, hver nennir að hlusta á þvaður um það...bankastarfsmenn kannski. Ég botna ekkert í þessum fréttum sem boða heimsenda í fjármálaheimum...þýðir þetta að ríka fólkið fær að blæða...tæpast. Augað mitt (svo ég fari nú út í eitthvað krassandi) er nú orðið fremur rautt í augnkróknum og bólgið. Vonandi held ég sjóninni þó ég fái ekki tíma hjá lækni fyrr en á morgun.
Ummæli
Annars skal ég syngja með þér Susie Q anytime, anyday. Knús frá mér :)