fimmtudagur, 22. nóvember 2007

um stúlkubörn

Hvar er snjórinn minn? spyr Ísold á leið heim úr leikskólanum, svo segir hún " laufblöðin öll farin, en hvar er snjórinn. Ísold er að sjálfsögðu einstaklega skýrt barn og veit vel að þegar laufblöðin eru farin ætti að kyngja niður snjó. Við biðjum um smá snjó sem sagt.
Ísold hefur gaman af því að leika hin og þessi hlutverk og setja hina og þessa í hlutverk stundum er Arnar Ísold og þá breiðir hún yfir hann og segir góða nótt jólapakki, svo stundum er ég Ísold hún Karólína og Arnar ég, við erum stundum alveg rugluð hvaða hlutverk við eigum að leika en hún er alltaf með þetta á hreinu. Svo breytir hún röddinni eftir því hvort hún er að leika mig, pabba, karólínu og svo auðvitað Mikka ref. Hún er mjög ánægð með sig þegar hún gerir þarfir sínar í kopp eða klósett og við hvetjum hana auðvitað áfram. Hún kveður oftast pissið eða kúkinn áður en þau leggja af stað í vegferð sína. Kúkinn nefnir hún eftir stærð, stór kúkur er pabbakúkur og um daginn fylgdu tveir smávaxnir þeir hétu auðvitað Ísold kúkur og kalíní kúkur og var mjög ánægð að Karólína hefði fengið sinn(því þetta er mikill heiður). Þrátt fyrir að stundum finnist henni Karólína tæta óþarflega mikið í dótinu sínu ber hún mikla umhyggju og verndartilfinningu fyrir litlu systur. Í morgun fylgdi hún litlu systur í leikskólann og sagði deildarstjóranum svo ekki færi milli mála "þetta er Karólína mín" en hver á þig þá segir deildarstjórinn, "mamma og pabbi".

5 ummæli:

Jóhanna sagði...

Þessi saga bjargar deginum hjá mér. Engin mömmukúkur?

pipiogpupu sagði...

Nei ekki enn...gæti verið vegna þess hve mikil pabbastelpa hún er eða að hún sé ekki búin að kúka mömmulegum eða mjög kvennlegum kúk ennþá. Börn eru náttúrulega dásamlega fordómalaus gagnvart þessari hlið mannlegrar tilveru.

blaha sagði...

hún er listakona

kvoldmatur sagði...

Það snóar í Múmíndalnum, við skulum reyna að koma með eitthvað af honum heim. Hekla er farin að segja kúka þegar við spurjum hana ,,ertu að kúka" en það endist mun lengur en meðan á bleyjuskiptum stendur, jafnvel allan daginn og oft alveg óháð því hvort hún hafi verið að kúka allan daginn. Það er mjög skemmtilegt að vakna t.d. við ,,kúka kúúka kúkka kúka" söngl.

kvoldmatur sagði...

Átti að vera þann daginn!