Jólahvað!!!

omg eitthvað,einhver hefur sest að í ennisholunni minni. Hún er sum sé ekki lengur hola hún er full af einhverju sem veldur mér sárum höfuðverki. Það sem hjálpar ekki er að setningafræðiritgerðin er að reyna á allar mínar heilasellur(þær tíndu og lömuðu líka). Mér líður eins og ég sé að togna í hausnum, er hægt að fá teygjubindi fyrir hausa...?
Aldrei hefði mér dottið í hug að ég myndi einhvern tíman sitja í þjóðdeild þóðarbókhlöðunar og reyta hár mitt yfir bók skrifuð á einhverju norðurlandamáli um fornmál! Nei er hægt að gerast þjóðlegri, held nú varla. Nú megið þið hætta að ávarpa mig á ensku eða tala afskaplega hátt og skýrt við það eitt að sjá ásjónu mína. Reyndar gerðist það í haust að kona ávarpaði mig á íslensku í heita pottinum í sundhöllini, ég hikstaði og var næstum búin að segja mottóið mitt,ha, ég er íslensk....ég hef bara dvalið langdvölum erlendis;)konan horfði á mig eins og ég væri nýsloppin af kleppi.
Ég bað bókasafnsvörðinn um að fá að ljósrita upp úr þessari merku bók en til að nálgast hana þurfti ég að aðlaga mig að lífi san quentin fanga á death row. "Það stendur hér hvernig þú ferð að" sagði konan og benti á plastað blað á afgreiðsluborðinu. Síðan fyllti ég út í þríriti hver ég væri,trúflokk og hvaða blaðsíður ég vildi fá ljósritaðar. Allt þetta til að vernda bókina...sem kom út 1966 og liggur ekkert undir skemmdum. dísus! Jæja vonandi hef ég tíma fyrir jólin þetta árið. Hverjum datt í hug að skipuleggja próf fyrir jól! það er ömurlegt fyrirkomulag. Ég segi próf í byrjun nóv og síðan í febrúar og laaaaaannnnnnnnngt jólafrí.

Ummæli

Tinna Kirsuber sagði…
Gangi þér vel... Poj poj!
Móa sagði…
takk Tinna.

Vinsælar færslur