ó jólajól
Stundum eru þessi jól hérna á íslandi alveg of, allt þetta endalausa konfekt sem ég hef talið mér trú um að ég megi borða vegna þess það eru jólin. Ég er farin að ilma af gröfnum lax og appelsíni. Neinei þetta er hætt að ganga svona það er massíft átak...eftir jól. Já ég er sokkin í þetta íslenska ástand, ég held ég sé að fá postjólamelankolíu sem er orsökuð af ofneyslu á súkkulaði, lax, kjöti og gjöfum(sem ég er afskaplega þakklát fyrir). Snjórinn, já jólasnjórinn hann var sko velkominn, hann er æði.
Annars fór ég í íkea í dag hafði þangað ekkert sérstakt að sækja, útsalan í íkea er aldrei neitt rosalegt en tókst að koma heim með ilmkerti. Eitt ilmar af jarðaberjum og hitt af súkkulaði, nú fær nefið eitt að njóta lystisemdanna á meðan ég fæ mér hrökkbrauð og vatn. Og ég sem hélt að ég vildi hafa jólin alltaf, það er bara ágætt að hafa þau einu sinni á ári, sérstaklega í landi þar sem þau eru í fullkomnum yfirgír.
Annars fór ég í íkea í dag hafði þangað ekkert sérstakt að sækja, útsalan í íkea er aldrei neitt rosalegt en tókst að koma heim með ilmkerti. Eitt ilmar af jarðaberjum og hitt af súkkulaði, nú fær nefið eitt að njóta lystisemdanna á meðan ég fæ mér hrökkbrauð og vatn. Og ég sem hélt að ég vildi hafa jólin alltaf, það er bara ágætt að hafa þau einu sinni á ári, sérstaklega í landi þar sem þau eru í fullkomnum yfirgír.
Ummæli