miðvikudagur, 19. desember 2007

Karólína eins árs í dag, jibbí!!!

Litla jólabarnið okkar á afmæli í dag, hún fór með banana og piparkökur í leikskólann. Það þarf líklega ekki að ítreka það hve yndisleg lítll hnáta hún Karólína er. Einstaklega geðþekk, klár og kát. Á sunnudaginn síðasta héldum við upp á afmælið fyrir familíu og vini, bökuð var múmínafmæliskaka. Fengum Sólu sem sérstakan eplaskívubakara og jólaglöggsbruggara og ekki nóg með það heldur gaf hún henni múmínpiparkökuhús sem er ekkert smá flott. Við er líka afskaplega stolt af stóru systurinni sem var afskaplega myndarleg að hjálpa til við að baka og undirbúa afmælið. Ísold var ekkert afbrýðisöm þó Karólína væri miðpunkturinn og samgladdist litlu systur á afmælinu. Í dag er svo jólaball hjá Ísold og afmæliskaffi hjá Karólínu leikskóla s.s. hátíð út um allan bæ. Mér finnst hálfótrúlegt að sé liðið ár frá fæðingu Karólínu, litla barninu mínu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með Karólínu fínu stelpu!
Jóhanna

tinna kirsuber sagði...

Og svo er hún sérdeilis fögur líka :) Til lukku og knús frá mér!

Nafnlaus sagði...

til lukku með stelpuna

ilmur

pipiogpupu sagði...

takk fyrir það stelpur.