lungu með pest og pönnukökur

Familian fór til læknis í morgun, Ísold og Karólína báðar með lungnabólgu. Ástandið er búið að vera fremur hörmulegt alla vikuna, nokkrar heimsóknir á barnaspítalann með þá yngri sem er jafnvel með asma(en vil samt taka því með fyrirvara þar sem hver læknir hefur sína útgáfur af þessu), sú eldri fyrst grunuð um barkabólgu en versnað eftir því sem leið á vikuna. Við foreldrarnir höfum líka verið lasin með hósta og beinverki. Skólinn minn er í svolítillri hönk út af þessu ástandi en ég vil helst minnst hugsa um það á meðan ástandið er svona. Gerðum okkur því glaðan dag ( þrátt fyrir aum lungu) og við Ísold bökuðum pönnukökur a la muminmamma. Síðan átu allir af bestu lyst enda uppáhaldsmatur margra hér á heimilinu.
Veðrið minnti mig óþyrmilega á prúsneska veturinn þegar við stigum út grátt og ískallt. En ekki bætti úrskurður læknisins, mér fannst í nokkur sekúndubrot eins og ég væri stödd í krankhaus friedrichshein. Annars þrátt fyrir þessa minningu frá slæmum tíma í Berlín erum við orðin nokkuð heit fyrir að kíkja þangað í heimsókn, heimsækja vini, sýna nýjum fjölskyldumeðlimi rólóana og anda prenzlauer hip og kúl loftinu.
Annað í fréttum er að þegar móðir mín var í Bratislava í vikunni, þar sem hún var í hótelherberginu að hugsa um dóttur sína fannst henni allt í einu heyra mjög vel í mér og leit á sjónvarpsskjáinn... nei nei, haldiði ekki að þar hafi ég blasað við í franska sjónvarpinu að tala um fæðingarorlof hið íslenska á frönsku;) ætli ég sé ekki búin með kortérið mitt, glöð að mamma náði því;)

Ummæli

Unknown sagði…
Vonandi batnar litlu skottunum fljótt! Hlýjar kveðjur héðan frá höfuðborg Norðurlandanna.
Móa sagði…
takk frænka upplitið er aðeins djarfara í dag:)
Nafnlaus sagði…
batnibatn frá mér.
kvoldmatur sagði…
leiðinlegt að heyra, Hekla er líka búin að vera veik hér á Suomenlinna með háan hita og hósta, ég vona að hún fái ekki lungnabólgu... Ég get aðeins ímyndað mér hvernig var að vera með Ísold veika í ókunnulandi.

Ég sé ekki fram á að hafa tíma til að hitta Jussi og Maju, ég er að vinna til 16 og þá er klukkutími í næsta bát sem fer inn í Helsinki, og þá er orðið of dimmt, kalt og seint að fara með Heklu af stað. Við erum brjálaðir innipúkar hér í veikindum og virkinu... Annars erum við að fara til Tallinn í eina nótt núna á miðvikudaginn. Ég vona bara að Hekla verði búin að ná sér.
Móa sagði…
Vonandi batnar Heklu litlu í suomi, er búið að kíkja á hana? Við erum búin að hitta svo marga lækna nú að það hálfa væri nóg. Engar áhyggjur með Jussa og Maju við verðum bara fara bráðum sjálf að heimsækja vini okkar í kuldabolalandi.

Vinsælar færslur