mýrarangist
Án þess að ætla barma mér hefur ákveðinn taugatitringur hreiðrað um sig í brjóstholinu mínu. Ég varð þess áþreifanlega vör í dag í Bónus á Laugaveginum(af öllum stöðum) fann að ég starði heldur lengi á mysingsdollurnar og gat engan vegið ákveðið hvort ég ætti að taka fjólubláu dolluna eða Gotta og þessi viðbrögð endurtóku sig við hverja einustu hillu. Er það upandgo eða drytechlotionfree, pepparkakör eða piparkökur,fjör eða létt mjólk, spínatsalat í poka eða lambhaga í boxi, ýsa eða sænskar kjötbollur svona hélt þetta áfram þar til kaldur svitinn perlaðist fram á ennið og ég farin að ráfa um búðina algerlega stjórnlaust. Tilvistarangistin getur víst dúkkað upp á ótrúlegustu stöðum og komið fram í undarlegum hegðunum. Líklega er afskaplega góð og gild skýring á þessu, litlu skinnin eru enn heldur lasin, ég á að vera byrjuð á ansi mörgu fyrir skiladag í Hí....uhhh guðminngóður þessi færsla gerir mig stressaða. Það var því mjög vel þegið að fá ömmu stelpnanna frá Sólvöllum til að taka vaktina aðeins. Ég tók mér smá göngu í gegnum mýrina að kjarvalstöðum þar náði ég að róa mig aðeins með kaffilögg á meðan ég las fasteignablaðið.
Ummæli