best of 007

jæja hvað er svona best of godammit, ég er í einhverju minnisleysisþunglyndiskasti en ætla gera það samt.

Vísitölufjölskylduárið 007.

001. prjón ársins, sekkurinn yesserí ógeðslega flottur sekkur úr djúpfjólublárri lamadýrsull handa Karólínu...hum hum á bara eftir nokkrar umferðir og saum(og já hún mun passa í hann).

002. tónleikar ársins, Björk auðvitað og lagið I declare independence. Þvílíkt lag, statement, æði. Hringdi í Vonbjörtu til Færeyja í sæluvímu á eftir.

003. skemmtun ársins
; kántrítónleikar í litla þorpinu okkar Beaureceuil undir stjörnubjörtum himni,lugtir og 33 cl flöskubjór ekki skemmdi dans rhinoceros-konunar.

004. Ferðalag ársins; Dvölin í beaureceuill við fjögur, mamma og Júlían. Þvílík ævintýri, Æskuslóðirnar, madame et monsieur demaria fyrrum nágrannar, húsið, sólin, la Sainte Victoire, les coqliqots, maturinn, markaðurinn.....ummmmmmm þetta var guðdómlegt í alla staði fullkomin ferð í heimahaga, til fortíðar og til framtíðar...
ohh já við lifum enn á þessu verður að segjast.
Og ferð okkar Tinnu til Glasgow, var geggjuð verslað af okkur fæturna og jólagjöfum bjargað, borðað úti og gott mömmufrí.

005. leiðinlegt ársins
; að missa af brúðkaupum tveggja vinkvenna, að tölvan hans arnars krassaði rétt fyrir jól, jónasar hallgrímssonar skemmtunin,að hafa eyðilagt eldhúsinnréttinguna, veikindin eyrnabólgur, kvef,lungnabólgur og rsvírusar ohh ömurlegt.

007 plötur ársins
; íslenskt þá finnst mér Hjaltalín og Ólafar Arnalds við og við og volta/Björk. Ekki endilega í þessari röð eða einhverri röð.
erlent man ekki en er alltaf að hlusta David bowie safnplötuna seinna tímabilið þ.e. eitís...scary monsters og það allt já og svo vaselines sem kom út í den tid.

008 afrek ársins; Allar þvegnar þvottavélar, gólf og allt það sem góðar húsmæður gera án nokkura svitaperlna eða sjálfhóls; canard a l'orange sem ég eldaði í bústað á gamlárs; Ferðalagið frá marseille til reykjavíkur sem byrjaði klukkan 600 að staðartíma og endaði 300 að staðartíma, á einum tímapunkti var ég að því komin að kyrkja flugvallarstarfsmann á charles de gaulles sem kunni ekki á hátalarakerfið né að panta strætó til að ferja farþega að flugvél, Karólína í magapokanum kom í veg fyrir það.

009 bók ársins; Öll trixin í bókinni eftir Arnar Eggert Thoroddsen og Sandárbókin eftir Gyrði Elíasson.

010 ljóð ársins; ljóð eftir mig, lyngmóar sem kom út í sýningarskrám á öllum norðurlöndum

011 matur ársins
; maturinn sem mamma eldaði á hverjum degi í beaureceuill, þvílík snilld og hvílíkur kokkur.

013 Börn ársins Ísold og Karólína, dásamlegar í alla staði. ÓTrúlegt hvað þær hafa stækkað og þroskast og farnar að leika saman eins og vindurinn. svo auðvitað öll hin börnin sem fæddust á þessu dýrðarári og bara öll börn. Börn eru yndisleg.



Vonir ársins 2008
Meiri snjó, gifting okkar Arnars í sumar, vinnu handa mér, færri veikindi, að sleppa við augnaðgerð, hitta jussa og maju í helsinki og þá viivi og sonju líka.
Að lokum Meira sund meiri hamingja.

Ummæli

Valdís sagði…
Bíddu... gifting??? Hvenær? Svo er ég líka að fara til Helsinki í sumar:) Seinnipart júní.
Móa sagði…
já já já, 10 ár saman næsta sumar :)
Vitum ekki alveg daginn, erum í þeim planeringum núna.
Edilonian sagði…
og við dönsum inn í árið 2008.... Lofar góðu;o)
Nafnlaus sagði…
23. júní, þá kemst ég ;)

Og í fyrsta: Ég vil komast yfir þetta ljóð þitt mér til aflestrar! Það er þó fátt sem mun skáka hækunum sem ég fékk í jólagjöf :)

Annað: Hvað gerðist með eldhúsinnréttinguna? Málaðirðu hana Ræpugræna???

Knús!
Deeza sagði…
Heyrðu, vantar ekki 012?
(Hafdís sem var með Tinnu í bekk í MR... og já, sorrý hnýsnina :)!)
Deeza sagði…
Hey, líka 006, hvað er þetta eiginlega?
Móa sagði…
úff ég kann ekki að telja það er augljóst, afsaka það fyrir sjálfri mér með örlagabulli. Annars er ég líka hræðileg í setningafræði og í dansi... þið ættuð að sjá mig í freestylefamedansnámskeiðinu;)

Vinsælar færslur