mánudagur, 7. janúar 2008

hátíðirnar búnar

Já jólin búin og barnaafmælin tvö, nú tekur raunveruleikinn við. Undanfarið hefur svefninn verið með versta móti hér í norðurmýri þar sem eldri stelpan er hrikalega hrædd við lætin, jafnvel þó maður geti leikið hugrakkann sjóræningja í veislum er ekki þar með sagt að maður fíli írakseftirlíkingarlætin. Ég skil barnið mjög vel átti mjög erfitt með þetta þegar ég fluttist til íslands, fannst ótrúlegt að sjá frændsystkyni halda á blysum og jafnvel skjóta upp rakettum. Nóg var að halda á stjörnuljósi. Nei ó nei hingað og ekki lengra nú hef ég á tilfinningunni að fólk kaupi endalaust af sprengjum og ekki er mikil ljósadýrð, aðallega óhljóðadýrð. Þetta verður líka argaþras ársins hjá mér, því nóg get ég þrasað um þetta. Nú situr umrædd stelpa í næsta herbergi og er að leira kolkrabba, orma og rólóró og er að syngja "sparaðu hvítlaukinn Hallgrímur minn". Lasin eftir allt svefnleysið býst ég við.
Sjálf lofa ég best of 007 og jólamyndum...

1 ummæli:

blaha sagði...

eiríkur á svona verkamannaeyrnaskjól með útvarpi sem við getum lánað ísold fyrir næstu áramót. það má þá bara stilla þau á barnarásina í staðinn fyrir bbc-leiðindinn hans eiríks, en ísold ræður því auðvitað.