föstudagur, 18. janúar 2008

lönguæluvitleysa

titillinn lýsir ástandinu á heimilinu undafarna viku. Nenni nú ekkert að fara nánar út í það, ekkert sérlega lekkert... Hins vegar mætti ég í dansinn, í skólann og er enn einu sinni virkilega að velta því fyrir mér hvað ég eigi að gera í framtíðinni. Yesserí, ég hreinlega skil ekki fólk sem er með þetta allt saman á hreinu á unga aldri, smíðar plan og fer eftir því. Og hvernig er hægt að gera eitthvað eitt þegar mann langar helst að gera þúsund hluti. Já svona var nú það, heimsókn í heilann minn! Ekkert sérlega spennandi, áhugavert eða hvað. Bloggið er sönnun þess að það er ekkert svo krassandi að skyggnast inn í hugsanir fólks og stundum er það hreint og beint dead boring. En snjórinn er fínn, myrkrið bjartara og gráminn bleikari.

1 ummæli:

Edilonian sagði...

Já ég segi það með þér...hvernig er hægt að einbeita sér að einhverju einu þegar manni langar að gera allt???