þriðjudagur, 22. janúar 2008

Nei haltu nú kjafti

Ég hélt bókstaflega að þessi janúarmánuður gæti ekki orðið verri, en jú. Tapsárir og bitrir kolluklæddir sjálfstæðismenn tóku að sér á að sýnast vitfirrtan mann til að yfirtaka borgina á ný. Þeir verða bara að hafa völdin annað er óásættanlegt. Þessi undarlegi maður sem var að bjarga sjálfstæðismönnum úr eigin klípu finnst mér ekki mjög spennandi kostur, en að hann hafi ekki ráðfært sig við varakonu sína sýnir hversu úthugsað þetta var og ekki finnst mér það mjög velferðarleg eða jafnréttisleg hugsun. Málefnasamningur kemur ekki í stað góðra verka og frammúrskarandi borgarstjóra. Þar að auki skil ég ekki hvers vegna hann var að svíkja hinn "góða" borgarstjóra eins og hann orðaði það sjálfur ef hann var svona hrifinn af honum. NEi ó sei sei nei. Hvað sem má segja um tilurð meirihlutana, fannst mér Dagsstjórnin fín og ég sé eftir henni. Nú þurfa borgarbúar hins vegar að súpa seyðið af valdagræðgi og eigingirni stjórnmálamanna. Mér finnst þetta ömurlegt...Hvernig væri að mótmæla sýna að okkur sé ekki sama um hver fer með hagsmuni okkar. Kosningar takk!
Heimilisástandið er svona svona Karólína fór beint úr ælupest í kvef og fengum það svo staðfest að hún hefur ekki þyngst nóg undanfarið og er allt of létt. Þannig að hún er komin á rjómasmjör og sultu kúr, má alls ekki drekka vatn því það inniheldur ekki kalóríur og eins og staðan er þarf Karólína kalóríur. Já merkilegt nokk. Ísold fór hins vegar í fyrsta sinn til tannlæknis í dag sem gekk bara vel þannig séð. Hún grét ekkert og leist vel á umhverfið. Hins vegar var hún treg til að opna munninn en þetta var ágætis aðlögun og ekki verra að fá verðlaun.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta er svooo fáránlegt, ég er til í mótmæli á fimmtudaginn ef til þeirra verður blásið!

ilmur

pipiogpupu sagði...

já blásum til mótmæla, það er ekki hægt að sitja undir þessu havaríi.