Þriggja ára í dag
2. janúar 2008. Ísold mín frumburðurinn er þriggja ára í dag. Hún er afskaplega ánægð með áfangann og talar um lítið annað en ísinn sem hún ætlar að fá í veislunni. Hins vegar er hún frekar hrædd við flugelda svo það var eins gott að við familían vorum í bústað á áramótunum sjálfum. Hún er nú dugleg að finna skýringar á öllu og sagði mér það að henni þætti þessir hurðaskellir í honum Hurðaskelli ekkert þægilegir(hávaðinn í flugeldunum). En það er ekkert ólógíst að hurðaskellir sjálfur sé að skapa svona skarkala á leið heim til grýlu.
Ísold er voða stolt af litlu systur sinni sem labbar út um allt þessa daganna og þær farnar að leika slatta mikið saman.
Mér sjálfri finnst ekkert svo langt síðan hún var alveg pons, liggjandi á mér og við báðar furðu lostnar yfir öllu saman. Þá minnti hún á lítinn trjáfrosk kuðluð upp að bringunni og hún á reyndar þessa takta enn til . litla yndið mitt.
Annars gleðilegt ár allir
Ummæli
Hvað helduru að ég hafi fattað þetta í gær þegar við vorum að ákveða framtíðarplön ársbyrjunar 2008:o/
Degi of seint segi ég innilega til hamingju með stóru prinsessuna:o)