versti dagur ársins
Einhvers staðar las ég að 21 janúar væri samkvæmt vísindalegum niðurstöðum versti dagur ársins. Hins vegar held ég að 24. janúar hafi náð að toppa það með fullkomnum ömurleika. Valdaránið svívirðilega líklega hápunkturinn. Ég fékk auðvitað niðurgang af ósköpunum, ég er ánægð með þá sem fóru og mótmæltu á pöllunum. Sjálfstæðismenn og leppurinn þeirra virðast ekki hafa hugmynd um þýðingu orðsins lýðræði. Kosningar takk!
Ummæli