fimmtudagur, 24. janúar 2008

versti dagur ársins

Einhvers staðar las ég að 21 janúar væri samkvæmt vísindalegum niðurstöðum versti dagur ársins. Hins vegar held ég að 24. janúar hafi náð að toppa það með fullkomnum ömurleika. Valdaránið svívirðilega líklega hápunkturinn. Ég fékk auðvitað niðurgang af ósköpunum, ég er ánægð með þá sem fóru og mótmæltu á pöllunum. Sjálfstæðismenn og leppurinn þeirra virðast ekki hafa hugmynd um þýðingu orðsins lýðræði. Kosningar takk!

2 ummæli:

stellasoffia sagði...

21. janúar er sannarlega versti dagurinn. Var ekki einmitt tilkynnt um valdaránið þennan dag?

pipiogpupu sagði...

til hamingju með daginn í dag hins vegar kæra frænka! Það þarf auðvitað ekki að fjölyrða um það en 25. janúar er frábær dagur ekki skemmir að litli bróðir minn deilir þessum degi með þér, orðinn fimmtán ára, takk kærlega fyrir.móa