Arnar og englakórinn
Arnar á afmæli í dag því var haldið smá afmæli í gær, kaka, pakki og kerti. Ísold virðist jafn mikil áhugamanneskja um afmæli og mamma sín því hún hafði ofsa gaman að syngja fyrir pabba sinn í gær og öllum þessum afmælishefðum. Í dag fékk afmælisbarnið svo pönnukökur sem féll vel í kramið hjá hlaupabólu-Ísold . Hins vegar má segja að ég hafi fengið gjöf í tilefni af afmæli Arnars, því mér var boðið surprise út að borða og á tónleika í gærkveldi. Líklega eina dásamlegustu tónleika sem ég hef farið á, með kór frá Eistlandi. Söngurinn svo fagur að það er eins og hann hljómi enn inn í mér og verkin sjálf sem þau fluttu undurfalleg. Rétt eins og þau væru beintengd við almættið. Þau fluttu meira að segja þrjú íslensk lög og aldrei hef ég fengið jafn mikla gæsahúð við það að hlusta á Krummi svaf í klettagjá.
Ummæli