Eftir miklar og háværar yfirlýsingar af minni hálfu að ég elski snjóinn þá verð ég að segja að mig langar nú til að eygja vorið. Ég er búin að fá nóg af því að horfa á snjóinn út um gluggann með veikt barn inni. Hins vegar geri ég mér fullkomlega grein fyrir því í hvaða landi ég bý og vona bara að vorið verði komið fyrir brúðkaupið okkar. Amma Rós gaf stelpunum lítið mannvirki sem ég fótbraut mig næstum við að hengja upp í tré, það var fyllt af dýrindis fuglakorni úr blómavali og á að fæða svanga fugla úr grenndinni eða hvaðanæva, við gerum engan fuglamun. Ég hef ekki séð neinn fugl gæða sér á þessu enn, kannski er fuglafóðrunarstöðin ekki nægilega hátt uppi en maður hefði nú haldið að allt væri hey í harðindum, það er að koma kreppa for crying outloud! Með þessu vonumst við sem erum í sóttkvíinu til að hafa eitthvað skemmtilegt að horfa á út um gluggann.
Gleymdi að láta flakka eitthvað af þessum gullkornum stelpanna. Ísold og ég höfum mjög svo notið þjónustu bókasafnsins í þessum veikindum öllum, síðast þegar við vorum þar sagði hún mér þegar hún var sem fyrr að dást að fiskunum í fiskabúrinu. "mamma, ég elska fiska" síðan gengum við framhjá fugl sem hangir í loftinu, "mamma ég elska fugla" og síðan á leið út af safninu segir hún "ég elska bók"...dásamlegt!
Svo höfum við fjölskyldan líka notið kjarvalstaða til þess að skipta um umhverfi þegar við erum búin að húka inni aðeins of mikið. Þar erum við í góðum fílíng, gott kaffi, gott pláss fyrir börnin og leikföng (líklega eina barnakaffihúsið á íslandi). Síðustu helgi erum við eitthvað að tsilla þar þegar Sammi jagúar gengur inn, þá tekur Ísold sig til bendir á hann og æpir "Pabbi, þetta ert þú!" Jahá skemmmtilegt það.
Karólínu gullkorn þessa daganna er að hún segir mjög oft Nei, ekki að hún sé eitthvað neikvæð, nei nei, hún bara veit upp á hár hvað hún vill ekki. Inn á milli segir hún svo váááááááá.
Ummæli