fimmtudagur, 21. febrúar 2008

Frjálsar Færeyjar og Grænland!

Frábært vídeó, góður málstaður og er ég eiginlega ótrúlega hissa á að það hafi ekki fengið meiri umfjöllun þessi ótrúla harða pólítiska afstaða Bjarkar. Miðað við hversu stolt við erum af því að hafa viðurkennt sjálfstæði eystrasaltslandanna þá ættum við að standa betur með frændum vorum og grönnum. Högni Heydal og þjóðernisflokkurinn í Færeyjum unnu kosningasigur nú síðast og vona ég því að eitthvað fari að gerast í þessum sjálfstæðismálum þeirra.

4 ummæli:

Tinna Cherry sagði...

Ég man eitt ágætt félag sem vid vorum félagsmenn í... Frelsum Færeyjar eda e-d í thá veruna. Ég man sérstaklega eftir eina fundinum sem vid héldum, hann var gódur ;)

pipiogpupu sagði...

já hann var mjög skemmtilegur;)
sérstaklega þar sem félagið splitaðist fljótlega í íhaldsama arminn og róttæka arminn. Svo var komið undirfélag stofnað af Þorgerði, Félag áhugamanna um færeyska menningu...
good times.

Edilonian sagði...

Anna amma lang var færeysk:o)

pipiogpupu sagði...

ekki amalegt það, enda Færeyingar öðlingar upp til hópa:)