mánudagur, 4. febrúar 2008

I have to get off this train

Helgin; mæli með: Mikines á kjarvalstöðum. Var að spá út frá því hvort staðarnafnið Mykines væri það sama eða svipað og Saurbær. Auðvelt að týnast í myrkri Mikines og blóðgast í grindhvalaveiðum hans. Allra síðustu tónleikar með i adapt voru inspirerandi eins og þeir fyrstu kannski, spurning hvort allir aðlagist. Darjeeling limited er yndisleg mynd--mig langar í ferðalag um Indland og sömuleiðis að líf mitt daglega sé fullt af ævintýrum í túrkís, appelsínugulum og bleikum. Dætur okkar léku í sinni eigin stórmynd hjá ömmu Rós-The great escape. Eldri klifraði úr rimlarúmi sínu renndi fyrir op á ferðarúmi litlu síðan trítluðu þær skríkjandi inn í stofu (reyndu tvívegis, gefast ekki upp stúlkurnar litlu.)

2 ummæli:

Edilonian sagði...

Au claire du la lune
mon ami pierrot
prete moi ta plume
por ecrire du mot

Ma chandelle est morte
lalallala plu
ouvre ma ta porte
mon ami Dideu

jájá ég "kann" líka frönsku!!
hehe 12-14 ár síðan ég lærði þetta og hef ekki rifjað þetta upp síðan, ákvað að skella þessu hér eftir minni án þessa að google eitt né neitt!!

pipiogpupu sagði...

VÁ þú kemur sífellt á óvart, Edda.