Karólína hlær í sekknum


Karólína hlær í sekknum, originally uploaded by pipiogpupu.

Já það tók heillangan tíma að prjóna þennan yndislega sekk en svona er það nú bara, kannski næ ég einhvern tíma hraða afmælisbarns dagsins í dag eða föðursystra minna. Sekkurinn passar vel utan um Karólínu litlu og er guðdómlega hlýr í vagninn eða þegar við hlaupum upp götuna til ömmu Rósar. En litla skottið er hins vegar öll að braggast segir mín móðurlega tilfinning mér, kinnar og læri sællegri og hún stöðugri í lappirnar. Svo er hún að uppgötva í sér skapið og er alveg farin að láta Ísold vita ef hún gengur of langt í að stjórnast með raddböndunum. orðaforðinn er meira að segja farinn að glæðast hún segir, hæhæ í símann, datt og dettur, "detta"(þetta) og bendir á allt mér finnst alltaf eins og ég verði þá að útskýra hvað hún sé að benda á mjög ítarlega. Nú hún byrjaði að segja takk fyrir löngu, kurteisa daman og auðvitað mamma og pabbi. Þær systur eru farnar að tjá sig saman af miklum móð, við matarborðið kenndi Ísold litlu systur að kinka kolli til að segja já og hrista höfuðið neitandi. (metbloggdagur hjá mér;)...

Ummæli

Edilonian sagði…
Guð hvað þetta er flott!!
Ertu til í að prjóna svona á mig;o)
Móa sagði…
ef þú útvegar ull af lamai í þeim lit sem þig lystir og getur beðið í svona tíu til fimmtán ár þá ekkert mál, josé!
Nafnlaus sagði…
Frábær sekkur.. og tölurnar passa rosalega vel við, á hverju ætlar þú að fitja uppá næst? Herðubreið nálast!... ég held ég haldi mig við sokka (litla sokka).
Móa sagði…
langar líka að prjóna sokka helst á sjálfa mig, en vitanlega kann ég það ekkert svo það kemur bara í ljós hvað kemur út úr þessu.
Nafnlaus sagði…
Gaman ad sja myndina af Karolinu. Kvedja til Elsku stelpnanna og ykkar foreldra. Amma og afi a Tenertife

Vinsælar færslur