lögmálið um þvottahrúguna
Ég get sagt með fullvissu að ég hef oft á tíðum vanmetið húsmóðurstarfið. Annað er víst að ég tel mig ekki vera neitt efni í fullkomna húsmóður. Svo er auðvitað sú breyta komin inn í myndina að við lifum á tuttugustu og fyrstu öldinni og okkur kvennfólkinu ekki einum ætlað að skúra, skrúbba og vaska. Hins vegar er það víst að á okkar heimili hefur þvotturinn verið mínar ær og kýr(hingað til a.m.k). Ekki get ég sagt að ég skari fram úr á því sviði. Ég flokka jú en aðeins lauslega dökkt frá ljósu. Rúmföt, handklæði á sextíu, flest á fjörtíu nema ull og sérviskufatnað. Ég strauja aldrei nema í ítrustu neyð og stend ekki í miklu þvottapjatti yfirleitt.
Hins vegar hef ég ekki enn náð að komast út úr þvottahrúgunni. Nú t.d. er ástandið þannig, hreina hrúgan (ekki brotin saman) mannhæðarhá en óhreinahrúgan 2 til 3 þvottavélar. Það er alveg sama hversu einbeitt ég er öðru hvoru megin myndast hrúga og þegar sú er loks er uppurin hefur hún vaxið hinum megin. Ekki svo ólíkt því að ýta á undan sér stein upp brekku sem rúllar aftur niður áður en maður nær toppnum og þá er farið aftur af stað. Hver þremillinn!
Hins vegar hef ég ekki enn náð að komast út úr þvottahrúgunni. Nú t.d. er ástandið þannig, hreina hrúgan (ekki brotin saman) mannhæðarhá en óhreinahrúgan 2 til 3 þvottavélar. Það er alveg sama hversu einbeitt ég er öðru hvoru megin myndast hrúga og þegar sú er loks er uppurin hefur hún vaxið hinum megin. Ekki svo ólíkt því að ýta á undan sér stein upp brekku sem rúllar aftur niður áður en maður nær toppnum og þá er farið aftur af stað. Hver þremillinn!
Ummæli