þriðjudagur, 18. mars 2008

afmælissimo

Þegar við vöknuðum í morgun segir Ísold við mig
"þú átt ekki afmæli núna á þá pabbi afmæli?"
Við bara fáum ekki nóg af afmælum hérna á auðarstræti. Afmæli mitt var yndislegt, það var lögð heil helgi undir heilagan Patrek enda ekki annað hægt.
Ég fékk dásamlegar gjafir og þar á meðal kampavínsfreyðibað frá mínum heitelskuðu sambýlingum sem ég ætla í eftir tilfinningaskyldunna.
Annars er ég nú orðin þrjátíutveggja og hef ég lært heilmargt síðan á síðasta afmæli t.d. að blanda cosmopolitan kokteil, að lita á mér hárið smjörappelsínulitað(það stóð blondissimo á pakkanum) og meira að segja eitthvað gáfulegt en hver nennir að lesa eitthvað mont. Takk allir fyrir allar kveðjurnar á mæspeis, feisbúkk, í smsum, símleiðis og feis tú feis....mér þykir svo vænt um það. Ban thai, lín, herðubreið, dansfélagi og aðrir fiskar fá líka sérstakar þakkir;)

Hér er ennþá veikindaástand, litla Karólína var víst öllum til mikillrar furðu með lungnabólgu...og einhvern slímtappa í lungunum sem við og sjúkraþjálfari erum að banka úr henni. Hún er líka komin á svaka járnmixtúru. Hún er nú samt ótrúlega hress, farin að segja helling að orðum, með betri lyst en ekki alveg nógu dugleg að hósta þessu hori upp úr sér.
Ísold er búin að vera mjög hress undanfarið en vaknaði með smá hitaslæðing í morgun, um daginn sagði ég við hana og skrifaði á töfluna hennar--við viljum vor-- hún bætti við "ekki hor", sem sagt nýja mottóið okkar. Hún segist líka elska súkkulaði og er ákaflega stolt af því að vera með brjóst og nafla.

5 ummæli:

Edilonian sagði...

Við viljum vor, ekki hor!! hahaha frábært:o)

tinna kirsuber sagði...

Mikið var nú gaman :)

Nafnlaus sagði...

frábært mottó, og till lukku með 32! kv, Ilmur

Maja sagði...

Til hamingju med daginn! xox

pipiogpupu sagði...

takk takk fyrir kveðjur:páskamóa