þriðjudagur, 25. mars 2008

hamingjusund


Ég mæli með: ristuðu brauði með gráðosti og páskaeggi frá nóa...ummmmmmm dásamlegt; sundleikfiminni í vesturbæjarlauginni en ég verð að vera með litríka sundhettu eins og hinar konurnar næst; kræklingatínslu og áti með góðum vinum; að horfa á vídeó á morgnanna...ég dýrka það og að lokum mælist ég til þess að vorið láti sjá sig.

10 ummæli:

Helga Þórey sagði...

nauj! er í alvörunni sundleikfimi???
where do i sign up?
(ég er mjög æst yfir þessu)

ég keypti mér einmitt mjög fallegan stór-rósóttan frúar-sundbol í köben, með brjóstaskálum, yfirpilsi og öllu. hann er skapaður fyrir sundleikfimi.

pipiogpupu sagði...

jájájá, þetta er geggjað og líkast til áttu eftir að fitta inn í nýja sundbolnum, það frítt og hver sem mætir má taka þátt, meðalaldur iðkanda um svona 69 ár og skemmtilegur kennari. Ekki sakar að prufa!

En þetta er á þri og fim...held ég um korter í 11 en vissara að spyrja starfsfólkið í vesturbæjarlauginni nánar.
blíðar kveðjur

Helga Þórey sagði...

ég verð að drífa mig. þetta er tvímælalaust kostur þess að vera nemi - maður þarf ekki að halda office hours!

ætlaru að fara næsta þri?

Júlían sagði...

sundleikfimin í vesturbæjarlaug er alveg rosaleg:D

pipiogpupu sagði...

já hún er geggjuð,J.
HÞ kemst líklega ekki á morgun litla mús er lasin...svo vantar mig enn sundhettu svo að ég verði ekki að atlægi.
móa

Helga Þórey sagði...

ég svaf yfir mig! sem er svakalegt í ljósi þess að ég fór að sofa klukkan tólf í gærkveldi.

ég ætla hinsvegar að mæta galvösk til leiks á fimmtudaginn? ertu memm?

Helga Þórey sagði...

p.s. við reddum þessu með sundhettuna. áttu ekki bónuspoka og svona grátt nauðgarateip?

það verður ekki hlegið að þér með það á hausnum.

pipiogpupu sagði...

jú stefni á fimmtudaginn, verð með bónuspoka á hausnum;)

Helga Þórey sagði...

engin móheiður í sundi í dag!
hmm... fékkstu sviðsskrekk?

ég þorði ekki að taka þátt ein svo ég horfði bara á. meiri lufsan hún helga að vera svona feimin.

pipiogpupu sagði...

já afsakið mig,fröken sunddansmær!