Juno


fór á dásamlega bíómynd í gær, Juno, stelpurnar munu fá að sjá þessa mynd á unglingsárunum í stað kynfræðslu af hálfu móður þeirra, það er víst. Tónlistin í myndinni er frábær, ótrúlega mörg uppáhaldslög og uppáhaldstónlistarmenn (kimya dawson sjá tengil til hægri). Ég kom heim afar æst yfir þessu og segi Arnari frá því að við verðum að útvega okkur þetta. Þá hafði hann fengið plötuna inn um lúguna fyrir helgi... ég er alveg hætt að greina hvað við eigum af tónlist. Nú eru stelpurnar í leikskólanum og við Arnar miklu hressari eftir að hafa fengið mikla hjálp frá mömmum okkar.... Mömmur eru æði, hvar væri maður án þeirra.
Í gær átti merkisvinkona afmæli, til hamingju Tinna! Í dag á æskuvinkona mín afmæli sem var herbergisfélagi á fæðingardeildinni og þá er vika í afmæli mitt, Jibbí.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Takk elsku bleika englasystir :*
Móa sagði…
:*

Vinsælar færslur