fimmtudagur, 6. mars 2008

nú er nóg komið!

Mér hefur fundist nóg komið frekar lengi núna, ég hef reynt að detta ekki í sjálfsvorkunarpyttinn, margir hafa það mun verr, ég veit. Hins vegar erum við nú familian búin að setja norðurmýrarmet í samfelldum veikindum pestum og fleiri horrbjóði. Nú þegar við vöknuðum öll fjögur með magapest af verri endanum og tilheyrandi var mér eiginlega allri lokið. djöfull er mér farið að þykja þetta ástand ömurlegt. Nú er nóg komið, þið þarna guðir guðleysingja!
ps. það er ekki bannað að kommenta...

4 ummæli:

kvoldmatur sagði...

ÆÆÆÆ en omurlegt, magapest er nú ekki það skemmtilegasta, Hekla fékk magapest um daginn en við Maggi sluppum. Vonandi gegnur þetta fljótt yfir.

Þura

pipiogpupu sagði...

já, svo er þetta þvottavélafrekasta pestin og ég er með svo mikla beinverki...ég datt sem sagt í sjálfsvorkunarpyttinn, takk fyrir að vera þarna úti einhvers staðar.
m

stellasoffia sagði...

Veistu, mér er hætt að þykja þetta fyndið! Batni ykkur öllum sem allra allra fyrst, og ef það er eitthvað sem ég get gert fyrir ykkur skaltu bara bjalla í mig.

pipiogpupu sagði...

já mér líka, vonandi get ég farið að heimsækja litlu frænkurnar bráðlega...