sunnudagur, 2. mars 2008

tveggjabóluhlaupabóla

Það er saga að segja frá þvi, við erum sem sagt búin að bíða eftir hlaupabólunni á litla snúð núna síðan sú eldri fékk hlaupabóluna fyrir tæpum þrem vikum. Okkur var tjáð að við þyrftum líklega að bíða í þrjár vikur...það stóðst, við eyddum þessum þrem vikum í það að stara rannsakandi á barnið á degi hverjum. Í síðustu viku stóð biðin í hámarki því hún var heima vegna asmans. Á Hlaupaársdeginum þegar allir voru voða ruglaðir í útvarpinu, birtist ein pínulítil bóla á hálsinum og ég hugsaði ok, nú hlýtur hún að fara bresta á. En ekki virtist bóla (hihihih) á fleirum og ég pældi ekki meira í því. Daginn eftir var bólan eina orðin aðeins stærri... og síðla dags birtist ein á bakinu, dararardada. Eitthvað fannst okkur hún vera með hitaslæðing en samt vorum við ekki viss. Ætli þær komi ekki í nótt hersingin frá bólu. Í dag voru bólurnar tvær,systurnar, farnar að sverja sig í ætt við hlaupabóluna, stærri með vatni í. Hins vegar komu ekki fleiri bólur hvorki í nótt né í dag og það þrátt fyrir miklar rannsóknir, stækkunargler og alle græjer. Karólína litla með litlu bólurnar tvær var ekki með hita í dag en þó aðeins minni í sér en venjulega.Hver hefði trúað því að hlaupabóla væri efni í spennusögu. Hitt veit ég að pabba hefði þótt þetta skondin hlaupabóla sem kom á hlaupársdeginum. Góðar stundir.

0 ummæli: