gleðilegt sumar:)

ferskt er sumarloftið eftir rigningu! eftir annasaman dag bað litla(eldri) stelpan mömmu sína um að teikna fjölskylduna á magann sinn og líka Áslaugu Eddu frænku sína úr hlíðunum. Enda fékk hún að prufa fína hjólið hennar í dag á klambratúninu og sjálf fékk hún líka hjól í sumargjöf, lítið bleikt notað hjól með hvítri körfu en kannski heldur stórt. Litlan(yngri) fékk að prufa þríhjólið sem er líka heldur stórt á meðan við foreldrarnir hófum tiltekt í garðinum. Mamma mín tók svo við ömmustelpunum seinni partinn á meðan við sukkum okkur í öll hin verkefnin sem bíða okkar, ég að þýða og Arnar að búa sig undir sumarmetalþátt, en nú er ég einmitt að hlusta á hann. Gleðilegt sumar fólk til sjávar og sveita (og þið sem villist hingað í frumskóg einkalífs-hugsanna)

Ummæli

Tinna Kirsuber sagði…
Gleðilegt sumar elsku ljúfa!
Móa sagði…
ó þakkir sumarfrú!
Nafnlaus sagði…
gleðilegt sumar og takk fyrir einkalífsfrumskóginn.... alltaf gaman að lesa annað slagið daglegt líf hjá öðrum....góðar stundir
Nafnlaus sagði…
gleðilegt sumar! ertu horfin úr sunddansinum góða?
Móa sagði…
Takk sömuleiðis, Halldóra-Ísoldarmamma(eins og ég):)
Sunddansinn virðist ekki henta mínu nýja útivinnandi fyrirkomulagi,kæra Helga, en ég æfi mig bara upp á eigin spýtur:)
ég er brosmild í dag og það er mánudagur...ótrúlegt.m

Vinsælar færslur