Helsinki


hands around glass, originally uploaded by pipiogpupu.

Helsinki er geggjuð, Jussi og Maija eru yndisleg. Helgin okkar skötuhjúa í Helskinki tókst ótrúlega vel. Stelpurnar voru hér heima í góðum höndum ömmu Rósar svo við fórum út í góðum fílíng snemma á föstudagsmorgun. Eftir þriggja tíma flug sem við sváfum af okkur með galopin munninn út í loftið! Hittum við góða vini okkar frá Berlín Jussa og Maiju. En þeirra höfum við nú saknað sárt í tvö ár. Auðvitað hafði ekkert breyst við nema kannski að Arnar og Jussi voru farnir að líkjast meira að innan sem utan. Helgin var nýtt til hins ýtrasta í að smakka á finnskum veigum, spásséra um borgina, nokkrar plötubúðir þræddar, einn fatamarkaður(keypti þrjá kjóla á 3 evrur). Finnskt partý, rokkbarir þræddir ein af öðrum...annar hver finni er rokkari og hinn er þungarokkari...kreisí. Fórum á moskvabarinn að eigin ósk þar sem Arnar sjarmeraði alla með íslenskum rímum. Fórum í sveitina til vinkonu minnar frá því þegar ég bjó í París fyrir 12 árum! Nú og svo auðvitað sauna og rúsneskur kvöldverður. Helsinki áminnti mig um að ekki allir þurfa að falla inn í íslenska mótið það er alveg hægt að vera rokkforeldri, að það er yndislegt að ferðast og já okkur langar aftur sem fyrst og þá með stelpurnar og jafnvel í múmínland. Hellingur af myndum af okkur fjórum fræknum andlegum systkynum í rokkborginni.

Ummæli

Valdís sagði…
Gaman að sjá myndir og heyra hvað var gaman! Það styttist í Finnlandsferðina okkar og ég er orðin svaka spennt:)
Móa sagði…
Já ohh, það verður yndislegt að vera þarna um hásumar. fæ kannski að senda með þér eitthvað pínulítið á börnin hennar Viivi.
Edilonian sagði…
hahaha frábærar myndir og ég á ekki orð yfir "tvíburunum"!!!
Valdís sagði…
Já, endilega. Ekkert mál að kippa einhverju smáræði með!

Vinsælar færslur