fimmtudagur, 26. júní 2008

brúðkaupið 21. júní,

tíu árum frá fyrsta kossinum inn á herbergi í hinni rómantísku mývatnssveit. Það var haldið síðasta laugardag í garðinum okkar hér í norðurmýri. Og já ég blogga...nýgift kona með giftingarhring á vinstri hendi. Ég er ekkert sérlega vön að bera hringa svo ég stend mig að því þessa daganna að virða fyrir mér hringinn endalaust. Þó ég hefði ekki haft trú á því breytist margt á þessum tímamótum, meira en bara það að nú kalla ég Arnar, manninn minn...það mun taka mig einhverja stund að venjast af því að kalla hann kærasta(sem mér finnst reyndar svo fallegt orð). Brúðkaupið okkar var fullkomið, sól skein í heiði og allt gekk eftir sem við höfðum vonast eftir. gestirnir, veigar og veitingar, hljómsveitin, skemmtiatriðin allt saman varð að hinu yndislegasta gardenpartýi. En það er ljóst að til að standa að einu brúðkaupi er eins gott að eiga góða að, við hefðum aldrei getað þetta án ykkar, Takk allir, þið vitið hver þið eruð:)
Annars erum við enn í einhvers konar spennuáfalli og þvílíku gjafaflóði...takk kærlega fyrir okkur öll sömul. Lauma einhverjum myndum í bráð en nú þarf ég að fara skipuleggja útilegur, piknikk og bakstur með dásemdarhrærivél;)

2 ummæli:

frujohanna sagði...

Innilega til hamingju með að vera búin að festa ykkur hvoru öðru! Það er sko vel þess virði fyrir vel heppnaða garðveislu. Hlakka til að sjá myndir. Kveðja, Jóhanna.

Maja sagði...

Til hamingju med allt fra okkur i australiu. xoxox