eins og hálfs árs í dag

Karólína er eins og hálfs árs í dag sem er auðvitað merkisafmæli, eftir helgi fer hún í eins og hálfs árs skoðun, þetta þýðir að Ísold verður þriggja og hálfs árs eftir nákvæmlega tvær vikur(þær hafa gert þessa útreikninga mjög auðvelda fyrir máladeildarmömmu sína). Annars er brúðkaupsundirbúningur í sögulegu hámarki sem er auðvitað alls ekki ástæðan fyrir því að ég er að blogga um miðja nótt... Verð að segja að við erum bæði mjög hissa yfir öllu því sem maður þarf að hugsa um í sambandi við slík veisluhöld og jafnvel þó maður fari ekki amrísku leiðina. Allt kom þó fyrir ekki og komumst við familian í sögufrægan hjólatúr niður í laugardal á þjóðhátíðardaginn, börnin sátu í makindum í forláta hjólavagni á meðan ég dró þau og Arnar bisaðist við að hjóla á lánshjóli frá bróður mínum. Þetta var hin skemmtilegasta ferð, vorum fremur heppin að sleppa við allt mannhaf miðborgar, drukkum kaffi í blómagarði og dýfðum okkur svo í ylvolga laug. Það gefur auga leið að þetta verður stundað í sumar.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Sýnist á spánni að það stefni í sól í Norðurmýri á morgun..

Vinsælar færslur