þriðjudagur, 15. júlí 2008

sumarfrí

við erum komin í sumarfrí, mislangt að vísu. Skotturnar eru ægilega ánægðar með þetta enda komin tími til að koma þeim aðeins úr rútínunni og eyða tíma saman. Ég eyddi helginni sem grasekkjumamma og það var sko tekið til höndinni, farið í gegnum föt og fataskápa kvennþjóðar hér á bæ. Síðan kom rokkaður og lúinn Arnar úr rokkdokumentation á austfjörðum og er nú búinn að raka sig og ég klippti svo makkann af honum, sum sé nýr maður og var Karólínu nokkuð brugðið þegar hún sá pabba sinn svona hálfberan á hausnum.
Systurnar leika sér meir og meir saman sem þýðir líka að þær æsa hvor aðra upp í alls kyns mishávaðasama iðju, hoppa, kitla og æpa úr sér lungun...Já það leikur sér! Það eru auðvitað mikil plön fyrir sumarfríið og strax búið að sprengja það með aktívítet af ýmsum toga. jamm og já var að lesa bloggið eitthvað aftur í tíman og sá ég að margar færslur enda á því að ég segist annars hafa lítið að segja...merkileg mótsögn en ég endurtek Á dagskrá næstu viku verður Áá daagskráá nææstuu viiikuuuuuu!

0 ummæli: