fimmtudagur, 31. júlí 2008

sumarið er tíminn

þegar maður/kona skrifar klisjublogg og áfram í þeim stílnum þá hef ég ekki farið á netið nú dögum ef ekki vikum saman. Já þannig á það að vera á sumrin er það ekki? ég er búin að gleyma existentialistaangistinni sem fylgir fésbókinni, lykilorðum á hinar og þessar síður. Hvað hef ég brallað í staðinn...ummm hvar á ég að byrja... Í fyrsta lagi vísitölufjölskylduhringvegaferðalag með stoppum í tveimur fáförnum en guðdómlegum austfjörðum var dásamlegt, veðrið elti okkur, eiginmaðurinn snúinn til útilegulífs og börnin elska tjaldútilegur svo mikið að eldri dóttirinn heimtar annað ferðalag í hvert sinn er við setjumst upp í bíl. Litlan hefur farið hamförum í prakkaraskap segir könguló með prakkararöddu hleypur eins og vindurinn og klifrar um allt. Veðruð fengum við að gista tvær nætur í parís norðursins í heimahúsi vina, þar hittum við kött að nafni Albert sem þó ekki væri stór var hann ógurlegt tígrisdýr í augum borgarbarna minna, þar fengu þær líka að smakka kókó pepps í fyrsta sinn... Akureyri er himnaríki. Svo var okkur boðið í afmæli í eyjafjarðarsveitinni fáeinar aldir aftur í tímann hlýjað sér við eld, borðuð heimaræktuð jarðaber með rjóma, pönnukökur bakaðar á heimasmíðaðri pönnu, víkingaknattleikur spilaður og geitur og kanínur skoðaðar í fjósinu. Já það er satt.
Þegar heim í borgina var komið var tekið til við að skoða leyndardóma höfuðborgar, sundlaugar í fjarlægum borgarhlutum kannaðar, fundum nýjan róló við seðlabankann (kannski bankastjórarnir ættu bara að taka nokkrar salíbunur ekki gera þeir gagn innanhús). Nú svo í dag kynntumst við árásarmáfunum við skítapollinn(tjörnina), borðuðum páfagaukaís, Ísold hitti bestu vinkonu sína af leikskólanum og fórum í geitungadrápsgrillveislu. Nú svo inn á milli bóna ég gólf, þvæ þvott, reiti arfa, berst við geitunga, brýt saman þvott og MAMMA Mía læt mig dreyma um að búa við miðjarðarhafið í vöggu heimspekinar grikklandi.mamma mía er frábær mynd hvað sem snobbarar og skarfar segja og ekki nóg með það hún er feminísk.

4 ummæli:

Valdís sagði...

Ó já, Mamma mia er alveg hrikalega skemmtileg mynd.

frujohanna sagði...

Þetta ferðalag hljómar yndislega. Sem aðdáandi fáfarinna austfjarða er ég mjög forvitin að vita hvaða firði þú ert að tala um:)

epísk fjölskyldusaga sagði...

Seyðisfjörður og Borgarfjörður Eystri nefndi þá fáfarna því leiðin er ekki á hringveginum en auðvitað eru þeir kannski ekki svo fáfarnir en hrikalega fallegir báðir tveir!;)

Edilonian sagði...

Jiii það er svo yndislegt að ferðast um Ísland:o)