summer dancing in ponderosa

Það verður að segjast að merkileg er hegðan íslendinga í sambandi við veðrið, fyrir utan þá margtuggðu staðreynd að hér er rætt um veðrið endalaust, hef ég einnig orðið vör við meðvirkni með rigningunni. Eftir því sem veðrið varð betra og gerði lífskilyrðin hér á landi bærileg fóru að heyrast fleiri raddir að nú þyrfti sko að rigna duglega eða við megum nú við smá gróðurskúrum eða hvar er þessi rigning sem veðurfræðingurinn var búinn að spá(með löngunartón)...og allt er þetta fyrir gróðurinn. Í löndum þar sem þurrkur er vandamál bíður fólk í marga mánuði eftir dýrlegum gullslegnum dropunum. Hér erum við búin að liggja í bleyti frá því í ágúst á síðasta ári og gróðurinn með og sjáist til sólar í meira en viku samfleytt er fólk farið að bíða eftir rigningu! Já þetta er óskiljanlegt og sérstaklega vegna þess að ég er jafn meðvirk með rigningunni og allir í kringum mig en eins og velflestir þá vil ég samt sem áður sem mest af sól og sumarblíðu...svo er það hin merkilega staðreynd með íslenska veðurfarið að hér kemur ekki rigning nema rokið fylgi...hvað er þetta með rokið og rigninguna þau eru jafn háð hvort öðru og paul og linda mccartney eða plokkfiskur og rúgbrauð...

Ummæli

Edilonian sagði…
Ég vil myndir...hvort sem það er rigning eða sól:-o
Móa sagði…
þær koma snart....díses
Nafnlaus sagði…
mér finnst rigningin vond og leiðist þetta rokrassgat sem reykjavík er byggð í. ullabjakk.

stundum veit ég ekki hvað ég var að hugsa þegar ég keypti mér í vesturbænum. en fagurt er útsýnið.

Vinsælar færslur