útivera
við fjögur fræknu erum lítið innivið þessa daganna, yngsta barnið fer að hágráta um leið og við förum inn fyrir hússins dyr. Strax eftir leikskóla hlaupa stelpurnar eins og þær eigi lífið að leysa beint út í garð, í gær borðuðum við kvöldmatinn á la veranda, stelpurnar léku sér svo þangað til þær voru settar í bað og rúm. Um helgina gerðum við gott betur og gistum í tjaldi, raunar í annað skipti þetta sumarið sem við gistum við fagra vatnið. Í þetta skiptið hittum við fyrir Stellu Soffíu og Kristján og þeirra dömur. Frænkurnar Ísold og Áslaug Edda léku sér út í hið óendanlega og voru eins og tvær baunir í belg. Litla skvísan mín var líka í essinu sínu enda engir húsveggir nálægt og minnsta prinsessan á svæðinu virtist líða best í kúrulegum magapoka. Eftir ágæta nótt var þvílíkt kanaríveður í þjóðgarðinum og náðum við flest að flatmaga eitthvað og teiga expresso. Arnar sofnaði reyndar í sólinni með gleraugun á enninu og er með skemmtilegt far eftir það. Annars hef ég lítið að segja um mikið eða mikið um lítið þessa daganna, og á veröndinni er ein alaskaöspin í andarslitrunum að snjóa hvítum bómullarfræum.
Ummæli