miðvikudagur, 13. ágúst 2008

flökkuhjarta, íjó og ammaló

síðsumars eru hugur og hjarta eitthvað eirðarlaus, þeim langar að ferðast um heiminn og upplifa eitthvað framandi og ævintýralegt. Þó virðast ævintýrin hrannast upp við þröskuldinn jafn ótt og títt og óhreini þvotturinn og er það oftast í companíi við litlu ævintýrakönnuðina mína. Um versló var farin ævintýraferð út í viðey ásamt fögru föruneyti Þorgerðar. Þar lék Ísold múmínmömmu og vék aldrei úr hlutverki, Karólína lék houdini, tókst að hverfa af yfirborði jarðar ofan í grasbala! Stelpurnar gistu eina nótt hjá afa og ömmu í bústaðnum og fóru svo með okkur í dásamlegan berjamó á nesjavelli ásamt systurhlutanum af Herðubreið. Karólína talar og talar, í miklu uppáhaldi eru ammaló og íjó(ammarós og júlían) Sá síðast nefndi var hetja heimilisins í síðustu viku þegar við vorum bæði komin til vinnu og ammaló í ferð svo að hann gerði sér lítið fyrir og hugsaði um stelpurnar alla vikuna, róló, hafragrautur og ýmis viðvik. Hvar værum við án hans veit ég ekki. Svo hafa systurnar leikið með frænkunum í hlíðunum, Áslaugu Eddu og Þórdísi Ólöfu í sundi og róló. ´
Sumarið á Íslandi er búið að vera alveg dásamlegt og með smá rökkri og berjum er það fullkomið (fyrir utan geitungana)þess vegna er mér illskiljanlegt hve flökkueðli mitt er sterkt. Að þessu sögðu þá erum við að plana ferð norður og svo alvöru rómóbrúðkaupsferð á fornar slóðir(Berlín) með hjálp ömmuló og íjó.

3 ummæli:

julian sagði...

Mikið er hann júlían myndarlegur drengur.

Edilonian sagði...

já ég segið það með þér Júlían:-o
hehe..ekki amalegt að fá svona tengdason!

epísk fjölskyldusaga sagði...

myndarlegur og eftirsóttur;)