fimmtudagur, 25. september 2008

haust

Jamm ég er netverutilvistarkreppu, eins og sést líklegast...myspace(hefur verið afskipt í þónokkurn tíma), feisbúkk, bloggið, myndasíðan er slatti mikil viðvera í tilbúnum heimi. Í heimi mannfólksins er alveg nóg við að vera...svo blogg um brúðkaupsferð, að börnin sem voru nýfædd í gær eru skyndilega orðin svo stór, kreppuráð, þvottafjallsbaráttan og svo auðvitað óendanlega gáfulegt blogg um allt milli himins og jarðar verður að bíða.
Læt þó flakka uppskrift af reyniberjahlaupinu sem tókst frábærlega hjá okkur Stellu:
slatti af reyniberjum tínd í garðinum og sett í frysti með greinum og laufum...

Berin sett í pott með greinum og laufum
epli skorin í bita (kjarni og hýði með)
látið sjóða í slatta af hvítvíni og epladjúsi (frakkar láta berin liggja í hvítvíni í marga daga)
þegar þetta er orðið að saft eru ber og epli sigtuð frá
saftin soðin með sykri einn á móti einum.

Hlaupið látið í krukkur og látið kólna yfir nótt með engu loki.
Það er afbragð með hreyndýri og með bláum osti auk þess sem það er mjög fallegt á litinn!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hei! i am all too weel with the mighty internet decease. great jam recipe, i will try it. and check otu my site!!!

yours,

mark

www.kozelekrocks.com

epísk fjölskyldusaga sagði...

mark kozelek, þú er merkilega góður í íslensku, keep up the good work, mark.

Edilonian sagði...

Eru reyniber ekki eitruð?:-p

epísk fjölskyldusaga sagði...

nei þau eru bara vond og beisk svona hrá, en eru notuð mikið í miðevrópu með villibráð og við niðurgangi;)