lune de miel
við erum á leiðinni í okkar eigin lune de miel/honeymoon/brúðkaupsferð... nei ekkert john og yoko upp í rúmi allan daginn með myndavélar í andlitinu, enginn gondóli,engin parísarklisja á pont neuf....Berlín... er áfangastaðurinn eða berlin by night. Það eru nákvæmlega þrjú ár sem við fórum þangað þá til þess að búa og við munum nú Gista hjá góðum vinum sem eiga einmitt heima beint á móti þar sem við áttum heima á danzigerstrasse. Annars er planið rómantískt og nostalgíst....smá frí frá tímon, púmba seríosinu og hinu daglega amstri (ekki hægt að uppljóstra öllu hér)Litlu píurnar okkar verða auðvitað í góðum höndum bæði hjá ömmu og afa á sólvöllum og ömmu rós!
Hins vegar er ég ásamt næstum allri þjóðinni byrjuð í líkamsrækt(bikiniform fyrir jólin), nánar tiltekið rope yoga(sem mér finnst hljóma einstaklega dónalega) fer í laugar(þangað sem hálf þjóðin fer) teygi líkamann og passa mig að flækja mig ekki. Hef hins vegar orðið þess áþreifanlega vör að það er ákveðið dresskóde í þessum bransa litirnir eru svart hvítt og rautt...allt annað er algjörlega úti og ég lít að sjálfsögðu út eins og selur dulbúinn fyrir gaypride...kannski maður fjárfesti í eitthvað aðeins meira smart fur gymmið þarna í deutschland!
síðsumarmyndir komnar...
Hins vegar er ég ásamt næstum allri þjóðinni byrjuð í líkamsrækt(bikiniform fyrir jólin), nánar tiltekið rope yoga(sem mér finnst hljóma einstaklega dónalega) fer í laugar(þangað sem hálf þjóðin fer) teygi líkamann og passa mig að flækja mig ekki. Hef hins vegar orðið þess áþreifanlega vör að það er ákveðið dresskóde í þessum bransa litirnir eru svart hvítt og rautt...allt annað er algjörlega úti og ég lít að sjálfsögðu út eins og selur dulbúinn fyrir gaypride...kannski maður fjárfesti í eitthvað aðeins meira smart fur gymmið þarna í deutschland!
síðsumarmyndir komnar...
Ummæli
wunderbar!! Góða skemmtun kæru hjón:o)
Og í mínu rope yoga er allur klæðnaður leyfilegur, en þar sem fötin snúast öll á mér þegar, já ég segi þegar, ég flæki mig í böndunum þá held ég að Jane Fonda galli sé málið;-p
Gallinn sem ég keypti mér (fyrstu íþróttaföt versluð í áratugi) er eiginlega meira jane fonda en hitt og svo er hann alls ekki svartur, hvítur eða rauður...