laugardagur, 25. október 2008

fyrsta vetrarnóttin

stundum (eins og foreldrar ungra barna vita) þá geta næturnar eða nætursvefninn farið fullkomlega úrskeiðis. Þannig var nóttin okkar, ein systirin vaknar upp með harmkvælum og hin vaknar líka, allt í einu eru þessir litlu líkamar búnir að hertaka hjónarúmið svo við foreldrarnir liggjum í sitthvoru horninu með lítið horn af sængunum tveim. Svona um miðja nótt er maður nú ekkert sérstaklega undirbúin undir táhögg í andlit eða spark í magann, þegar svo systurnar fara í sólbaðsleikinn eða trampólínhopp, heyrist í aumum röddum foreldrana "það er nótt, elskurnar mínar...lokiði augunum" Nei nei þær létu ekki segjast yngsti fjölskyldumeðlimurinn fór að syngja öll lögin sem hún kann, afi minn og amma mín, gamli nói (reyndar sungið pabbi pabbi pabbi nói), dansi dansi gúkka mín og frumburðurinn vildi bara knúsa og vernda þá litlu með alls kyns tilfæringum. Nei örþreyttir foreldrar voru ekki að hugsa hve stoltir þeir væru af þessum hæfileikaríku og umhyggjusömu einstaklingum....þau vildu bara sofa. Eftir tveggja tíma þref, sækja vatn og þetta venjulega. Þá fór móðirin með ungana í sína eigin rúm, sú litla ætlaði sko ekki að láta segjast og varð alveg snar, móðirin reyndi að rugga litlu í svefn en ekkert gekk og hálf nóttin ónýt. Brá þá móðirin á það ráð að leggja litlu systur við hlið stóru systur, lét síðan hina undurfögru rödd Sigríðar Thorlacius leika fyrir svefni af hinni stórgóðu plötu gilligill....Og viti menn, systurnar sofnuðu í faðmlögum og foreldrarnir líka!

6 ummæli:

Sonja sagði...

Snilld. Pjúra snilld :)

Helga Þórey sagði...

þetta snjallræði ætla ég að hafa í huga í framtíðinni!

tinna kirsuber sagði...

Hlakka til svona nótta... Eða þannig. En þetta er samt falleg "saga".

Knús!

Hrefna sagði...

ég kannast svo voða vel við svona nætur...þetta endaði fallega. Gaman að sjá ykkur í dag.
Hrefna

epísk fjölskyldusaga sagði...

takk sömó fyrir síðast, nú er þetta nýjasta æðið hjá systrunum að sofna saman...

Edilonian sagði...

Lifi bloggið! ;o)