fimmtudagur, 2. október 2008

hvað skal gera!

jú ætli maður sé ekki orðin þunglyndur út af kreppunni miklu, farin að lesa viðskiptasíðu mbl, libération og le monde, kíki reglulega á eyjuna og allt kemur fyrir ekki, kapítalisminn virðist vera að falla. Peningaupphæðir sem erfitt er að skilja eru að hverfa í eitthvað efnahagssvarthol..

En hvað er hægt að gera þá, er búin að safna saman nokkrum kreppu/aðhaldsráðum svo ef þið pitchið inn þá get ég jafnvel grætt heilann helling næstu jól!!!(ég er ekki að tala um þessi einföldu eins að spara peninga og setja inn á bankareikning(enda virðist það ekki borga sig), eða versla í bónus(verslar einhver í nóatúnum nú til dags?).
kreppuráð

dagleg neysla
Drekka kaffið í vinnunni eða í opinberum stofnunum(s.s. bönkum hehe) og hætta að kaupa kaffi á kaffihúsum eða í búðum.
nota sodastream tæki fyrir gosvatnsáhugafólk, ef tæki ekki til sleppa gosinu.
láta sér nægja eina heita máltíð á dag í vinnunni, skyr á kvöldin og láta bjóða sér í mat um helgar.
endurnýta endurnýta og já endurnýta...allt milli himins og jarðar
ónýt föt er hægt að sauma í og gera að einhverju allt öðru og nýtilegu
elda súpu og láta endast í nokkra daga
tína ber og mosa upp á fjallendi (þannig lifði fjallaeyvindur og túristar í háa herrans tíð) Og ganga þangað (sleppa frá þrælabúðunum sem kosta morðfjár ... Laugar)
tíska/fatnaður
retro...eða bara halló
ekkert vera kaupa ný föt á sig eða börn
fá föt af eldri börnum(höfum alveg fengið holskeflu undanfarið sem betur fer)
menning
allt sem er ókeypis er gott
listasafn reykjavíkur og íslands
internetafþreyingarefnisstuldur(hef aldrei stundað slíkt...hum)
horfa á gömlu vídeóspólurnar, dvd
Lesa (ÚÚÚúúúú)
þekkja tónlistarblaðamenn, þeir spila nýja músík og bjóða manni á tónleika
Jólin
eigum við ekki bara að gleyma þeim þangað til á útsölunum í janúar

efnahagsráð
biðja davíð um að þjóðnýta heimilshaldið!

að endingu ef ekkert af þessu er nógu gott þá er staðreynd að við þurfum ekki gucci, bang og olufsen, ittala eða levis! merkjasnobb er ópíum kapítalistans!

Annars veit ég ekkert hvað ég er að tala um hef aldrei átt pening eða kunnað að spara, veit minnst um það hvað er að gerast, hver er að búllía hvern davíð eða jón ásgeir.
þigg hins vegar fleiri kreppuráð.

6 ummæli:

stellasoffia sagði...

Það þýðir víst lítið að versla í Bónus þegar Davíð verður búinn að þjóðnýta búðina og breyta henni í tíu ellefu.

Líst annars vel á kreppuráðin þín. Það er ýmislegt hægt að gera fyrir lítinn pening, til dæmis eyða degi á Borgarbókasafninu í vondu veðri með nesti og fá sér síðan kaffi á Gestastofunni á Lækjartorgi.

Sóla sagði...

Góð ráð hjá þér móa:)
ég hef stundum farið í "eyða engu viku" og þá reyni ég að nota bara það sem til er í skápunum hjá mér í matinn. Þá hef ég haft fyrir reglu að ég megi ekki kaupa neitt nema ferskvöru og gramsa frekar í skápunum og frystinum eftir mat. Það er ótrúlegt hvað sparast á þessu. Síðast notaði ég t.d. linsubaunir sem ég hafði átt í ár og aldir...
Annars er það líka sparnaðartips... linsubaunamatur! ódýrt, hollt og (getur verið) gott:)

Nafnlaus sagði...

Móa þetta eru frábær ráð og nú er um að gera að snúa bökum saman og styrkja hvort annað í því sem virðist stefna í "kaupum ekkert" mánuði...

...sjálf hef ég ekki keypt föt á krakkana síðan í júlí og sömuleiðis ekkert á sjálfa mig. Ég bý náttúrulega að því að hafa verið með nett fataæði síðustu ár (og búið í DK-ódýrari föt). En því minna sem maður eyðir því betri líður manni, þannig upplfii ég það.

p.s. kuldastígvél á tilboði í OUTLETTI í Faxafeninu 3000 kr parið, vitið þið um eitthvað ódýrara?
kv ilmur

Nafnlaus sagði...

Hey gleymdi þessu:

Uppskrift að letingjabrauði sem var brúkuð mikið á mínu heimili í den þegar ekki var hægt að kaupa egg!

2 1/2 dl. hveiti
1 3/4 dl sykur
2 tsk . kakó
1 tsk. sódaduft
1 tsk kanill
1 tsk negull
2 1/2 mjólk
3 dl. haframjöl

30-40 mínótur á 180
kv ILMUR

epísk fjölskyldusaga sagði...

já takk líst vel, fleiri ráð takk... þetta þarf helst að fylla heila bók svipað og europe on a shoestring hjá lonely planet!m

Edilonian sagði...

Búllí búllí! Veit heldur ekki neitt:-/
En heyr heyr, kreppa eða ekki kreppa, mjög góð ráð sem ég tek mér alltaf til fyrirmyndar:o)
En eyði hinsvegar alltof miklu að mörgu öðru leyti svo ég þigg fleiri ráð:-p