kreppuljóð

Kreppuljóð

(tileinkað S.S. 100 ára)

Tunglið er úr osti
og krónan er úr sandi
rann milli fingra sauðmanna

Úlfur úlfur
hrópaði hann
og Eyjan sökk í djúpt skuldahaf

björgúlfarnir flugu
á svörtum einkahröfnum
með skuldahala króna á eftir sér
eins og smástirni á svörtum himninum

Í Portúgal sitja þeir á plaststólum
Í kremlituðum frottésloppum
pappírinn orðinn að tisjúi
og orðstírinn að deigi

Við sitjum í súpunni
með steisíón bíl og kassalaga einingahús
tilboð á myntkörfum í toisareöss
og það er reykt ýsa í matinn.

Tíminn og vatnið
eða var það Tímon og Púmba á fréttatíma,

Verður gapastokkur á hallærisplaninu?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Flott móa!
yndislegt!
Móa sagði…
takk þið tvær, er ekkert sérlega ánægð með ljóðið en þetta var fyrsta af hundruðum þar sem öll önnur afþreying verður skorin niður, svo erum við hjónin búin að stofna akústíska folk blackmetal hljómsveit sem ber nafnið Blackjam í höfuðið á krækiberjahlaupinu mínu.... sum sé þetta er bara byrjunin af okkar frjósama huga í kreppunni!
Tinna Kirsuber sagði…
Stórkostlegt! :D Komdu með hin líka...

Vinsælar færslur