fimmtudagur, 27. nóvember 2008

endalausa langavitleysa

já ég er að tala um ástandið/kreppuna/ömurleikann/íhaldsklúðrið/afleiðingar kapítalismans...já segið svo að hann virki, segið svo að íhaldið viðhaldi stöðugleika í fjármálum. Hverjir missa svo vinnunna eru það þeir sem gáfu vinum sínum ríkisbankanna, eru það vinirnir sem gátu ekki hætt að græða í bönkunum...ó nei!
jamm ég þarf mína útrás eins og aðrir!

öööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööö

annað er það frétta að auðvitað erum við markeruð af þessari fjárans pólitík, uppfull af áhyggjum og kvíða förum við þó á mótmælin og gerum okkar besta í andófinu. Það er ekki hægt að láta menn komast upp með þetta. Vonandi hættir svo fólk að kjósa þetta íhald.
uuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu

Börnin eru sem betur fer uppfull af gullkornum og gleðistundum. Og svo fara jólin að koma sem er einn annamesti tími þessarar familíu, jól plús tvöfalt afmæli.
Karólína syngur og syngur og talar og talar, hún er líklega á hápunkti máltökunar, öll orð eru endurtekin og skiptir litlu hvort hún skilji þau eða ekki, segir flóknar setningar og veit sko alveg hvað hún vill ekki. Hún kann að sýna skap sitt og er með sérstaklega sætan fýlusvip :( algjöra skeifu(sá svipur er fengin úr minni föðurætt;).
Ísold er orðin mjög upptekin af táknmálinu sem er kennt á leikskólanum, hún kennir mér að meðaltali eitt til tvö ný tákn á viku. Ég sjálf fór að læra táknmál í leikskólann eitt kvöldið svo ég skil eitthvað af því sem hún er að tákna. hún er líka á hápunkti bleika/prinsessu skeiðsins, kjólar, sokkabuxur, bleikt og fjólublátt eru aðal málið. En svo er hún líka farin að pæla mikið, hún er hugfangin af fólki með brún andlit frá afríku og langar mikið að fara þangað, spáir í lífsins spurningum en tekur líka hlutverk eldri systur mjög alvarlega og er mikið í því að kenna Karólínu að bera rétt fram og sýnir henni mikla umhyggju.
Systurnar eru líka farnar að leika sér mjög mikið saman og Karólína komin á þann aldur að nú verður hún að vera með í öllu, ekkert smábarn lengur. Svo eru þær að toppa í mömmustelpustælum sem þýðir afbrýðisemisköst og getur verið mjög þreytandi fyrir mömmuna.
lifið heil!

3 ummæli:

epísk fjölskyldusaga sagði...

vá langt síðan hefur liðið svona langt á milli blogga hjá mér...ekki gefast upp örfáu lesendur:)!

Edilonian sagði...

ohh hvað það gleður mig að sjá nýtt blogg hjá þér mín kæra:-)
Stelpurnar þínar æði...en jesús minn það eru sko mörg orð sem mig hefur langað að láta falla um ástandið...en látið vera að tjá mig þar sem að ég held að það kæmi allt öfugt út í froðufellinu og það yrði óskiljanlegt örvæntingarröfl:-p

blaha sagði...

var einmitt að draga fram uppskrift af sænskum piparkökum og mundi eftir stelpunum okkar að éta deig á meðan við svitnuðum við baksturinn.