la sofasaga


Já, þeir eru mættir í stofuna til okkar og nei það þýðir ekki að rúv séu að taka kreppufortíðarþrána út í ystu æsar. Okkur áskotnaðist nefnilega nýr sófi og með honum stól í stíl, það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá gripinn var nefnilega Derrick-það er einhver munchen áttatíubragur á honum, traustur úr brúnu leðri og þægilegur. Derrick er sko ekkert annað en ávísun á notalegt kvöld með afa og ömmu fyrir einhverjum áratugum í mínum huga, matarkex og jafnvel moli frá einum af felustöðum afa, stefið og skýrmælt og hófstemmd spenna. Þegar Derrick og stóllinn komu varð ljóst að stóllinn er ekki síðri en sófinn og hefur sá hlotið nafnið harry Klein. Í þessum skrifuðu orðum sit ég í harríinum með fótaskemil og það er algjörlega yndislegt ég prjóna jafnvel hraðar í honum en í gamla. Fínu frúarsófinn úr vesturbænum var orðinn ansi lúinn eftir trampólínæfingur yngstu kynslóðarinnar hér á bæ en það verður að segjast að sá stóð sína pligt þrátt fyrir allt.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Gaman að heyra hve ánægð þú ert með "gömlu heimilisfélagana". Tengdó
Móa sagði…
já takk kærlega fyrir okkur, við erum alveg himinlifandi með félagana! móa
Edilonian sagði…
hahahaha Harry KLEIN! Ber nafn með rentu;-) Annars er ég alveg gáttuð á blogggleði þinni..æði:-)
þær eru alveg rosalegar þessar stelpur þínar. tókst bara að ganga frá derrick samdægurs: http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2008/12/15/derrick_latinn/

antik-sófinn lifði þó í hálft ár.

við höfum áhyggjur af harry.
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
svona:

http://www.mbl.is/mm/folk/
frettir/2008/12/15/derrick_latinn/
Móa sagði…
jamm, þær eru sko ekkert blávatn eða eins og derrick, blessuð sé minning hans myndi orða það, Keine blauwasser!
vonandi fáum við bara að sjá hann í sjónvarpinu aftur!

Vinsælar færslur