fimmtudagur, 26. febrúar 2009

álfadís og gríslingur


álfadís og gríslingur , originally uploaded by pipiogpupu.

öskudagur, afmæli, herðubreið og ýmislegt komið á myndasíðuna.
Annars er það að frétta af afkvæmunum að þau stækka og þroskast með degi hverjum. Komumst að því að Ísold kann að skrifa marga stafi þar sem hún er alltaf að fela sig og stelast til þess að skrifa þá á blöð og húsgögn! Karólína er bleyjulaus nema á nóttunni. Það kom mér mest á óvart eftir húsmæðraorlofið að hún er orðin altalandi þó sum orð séu auðvitað óskýrari enn önnur. Segir t.d. ennþá að hún sé að Besa bók og kisur heita bisur... Þær systur eru algjör gull saman og finnst mér yndislegt að fylgjast með þessu samspili þeirra. Því eins og þær eru ólíkir karakterar kemur þeim yfirleitt vel saman, knúsast mikið og kyssast og ef þær eru ekki sammála er ekki erfitt að fá þær til að biðjast afsökunar og kyssast....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En gaman að sjá hve þær eru yndislegar :) amma Bryndís

epísk fjölskyldusaga sagði...

mér finnst það líka, takk Bryndís :)