hvar er vorið?

fór í gær ásamt hjartfólgnum eiginmanni á músó og reyndar líka á skyndi-indie tónleika, hátískusamkomu og einn nightcap. Músó var athyglisverð, unglingarnir safna enn óhóflega miklu hári, spila bæði skemmtilega og drepleiðinlega tónlist, velja latínuskotinn, illa stafsett orð eða mythológísk nöfn á hljómsveitirnar sínar, enn eru eitthvað af grúppíum sem hanga í kringum þessar hljómsveitarhetjur, aðeins ein stúlka var þar lungnabólgufáklædd og vinkona hennar á of stórum pinnahælum til þess gerð að fótbrjóta hana. Lexía kvöldsins: nota skal hléið til að fara á klóssettið annars pissar maður í sig af leiðindum þegar hljómsveitir geta ekki endað lögin sín.
Almennt séð fannst mér unglingarnir frekar krúttleg og myndarleg ungmenni, fyrir sirka tíu árum þegar ég fór alltaf með Arnari fannst mér þau enn ógnvænleg(sum sé orðin aðeins eldri). Dómnefndin ekki jafn pungsveitt og þá sem er náttúrulega frábært þó ég ég þoli erfiðlega að sjá eiginmanninn umkringdan kvennfólki! (blóðhitinn frá heimaslóðunum virðist ekkert fara þverrandi þrátt fyrir kulda og vosbúð hér í norðri)!!!
Skyndi indíið í einhverju nýju samkunduhúsi kallað kaffistofan var mjög indie, indie krakkar eru alltaf jafn notalegur intro þjóðflokkur. Hátískusamkundan var hins vegar líklega erfiðust í horn að taka þar sem mér leið eins og hallærislegustu veru í heimi íklædd ódýrum undirkjólum, kápu frá haustlínu 2006 og ódýrri...svo dirfðist ég að vera flatbotna gömlum skóm...guðlast. Þar var ég ánægðust með að hitta berlínarvin.Það er hart að vera rokkari eins og færeyingarnir segja!
að lokum vil ég leggja til að sjálfstæðisflokkurinn verði lagður í eyði og framsókn stoppuð upp í þjóðminjasafninu.

Ummæli

Móa sagði…
alltaf tala ég við vegginn!;)
Edilonian sagði…
heyr heyr!!
og flatbotna skór, gamlar kápur og sjúskaðir undirkjólar eru kúl!!!
Móa sagði…
takk þetta var farið að líta ílla út! og jú fyrrnefnt outfit er kúl en maður er eins krækiber í helvíti umkringdur gíröffum í undarlega sniðnum fötum;)
Edilonian sagði…
ég skil...þá bara umgöngumst við þá ekki;-p
Nafnlaus sagði…
Dásamleg færsla, að vanda
Nafnlaus sagði…
vúbs...undirritað...Arnar
Nafnlaus sagði…
Hell yeah. Springtime is here again. Yes I hate those Rebupublicans too!

-mark
Móa sagði…
mark kozelek þú ert óborganlegur og ótrúlegur málamaður!

Vinsælar færslur