þriðjudagur, 24. mars 2009

muffet-skikkjan

meira af prjóni, skikkjuuppskriftin er alveg að fara með mig... hef þó ákveðið að fara eftir mínu nefi og umfram allt, aldrei að rekja upp! svo kannski endar hún eitthvað undarlega litla epíska muffetskikkjan hennar Ísoldar. Hins vegar fór ég út í viðamikla leit á internetið í gær til þess að finna lausnir á þessum híróglívum sem hjálpaði eitthvað. Mitt í öllu heyinu fann ég heimasíður hjá nokkrum prjónurum sem mér fannst ég eiga margt sameiginlegt með og meira að segja líklega sálufélaga...undarlegt. Ætla þó að láta þessa líklegu sálufélaga hinum megin á hnettinum vera og rækta mína heimaræktuðu í bili.
Amma í holtó gaf mér svo markmið til að stefna að en það er að klára skikkjuna fyrir sautjánda júní!

3 ummæli:

Edilonian sagði...

nenenenenenenenneneeeeee....

epísk fjölskyldusaga sagði...

oh edda þú ert svo fyndin....hvar væri ég án þín....hahahaaaaaaaaaaahhahahahah!

Edilonian sagði...

HAHAHAHAHAHAHAHA!!!!