eftir leikskólann

ég sá kónguló í leikskónanum mamma...segir sú eldri með hræðslutón og hún var sofandi!
nú sagði mamman
já og ég var svo hrædd
en hún er miklu minni en þú, heldur þú ekki að hún sé þá hræddari við þig en þú við hana
já ég er sko miklu miklu miklu stærri en hún, segir hún ánægð, en þú Karólína ert bara soldið stærri
nei ég er stór segir sú litla
nei þú ert lítil segir sú stóra
nei ég er stóóóóóóór!
NEI svona lítil með handabendingu
svona lítil segir sú litla með handabendingu líka, en skælbrosandi og alveg sátt við þessi vísindi systur sinnar...

Ummæli

Vinsælar færslur