mánudagur, 27. apríl 2009

Ísold æfir fiðrildi á generalæfingu

5. apríl dansaði Ísold á sinni fyrstu balletsýningu...ég verð að viðurkenna að ég var nokkuð kvíðin að senda hana á risastórt svið og var jafnvel að spá í að láta hana sleppa því. En svo hugsaði ég að þetta gæti verið jákvætt... var reyndar viss um að hún myndi frjósa(eins og hún gerði á jólasýninguni en var þá samt mjög ánægð með frammistöðu sína) nema hvað ég gerðist hjálparmamma og var með henni baksviðs og öllum hinum fiðrildunum og hún tók sýninguna í nefið! Um leið og hún komst á sviðið fór hún að gera arabesque og öll hin sporin eins og hún hefði aldrei gert neitt annað...svo einbeitt var hún að hún trítlaði alveg yfir allt sviðið og lét sér hvergi bregða. Ég hef nú sjaldan verið svona stolt, brosti út að eyrum með tárvot augun. Já litla gullið. ég skildi allt í einu mína foreldra svo miklu betur og sá fyrir mér svipinn á pabba( sem gat sko ekki leynt því ef hann var stoltur af manni... sem gerðist einstaka sinnum). já svona var það.

3 ummæli:

epísk fjölskyldusaga sagði...

mikið þykir mér vænt um eina lesandann minn í argentínu! og svo ykkur öll hin sem eruð svo ótrúlega mikilvirk í kommentunum hérna ...svona þegar maður er að opna sig á alnetinu!

Edilonian sagði...

Mér dettur ekki annað í hug en að commenta þar sem ég þekki þessa tilfinningu sjálf:-)
þykir þér vænt um mig?;-p

epísk fjölskyldusaga sagði...

jú það fer nú ekki á milli máli,Edda...(enda duglegasti kommentarinn)!