sumarið græna og ömmuafmæli

hef þá kenningu að hér á ísalandi sé ekkert vor... það er bara ömurlega hráslagalegt þar til skyndilega out of the blú birtist sumarið. Og íslenska sumarið er guðdómlegt hvað þá það norðurmírska, gatan verður græn á einum vettvangi, túlípanar sem hefðu átt að blómstra í vor springa út og já bara ljúft. Börnin fara út að leika sér í peysum sem fyrir rúmri viku síðan var fáránleg tilhugsun...þá voru það úlpur og lambhúshettur...Húrra fyrir sumrinu.


p.s. get vel skilið að lesendur séu búnir að yfirgefa mig eftir alla vanræksluna...en það verður bara að hafa það:)

Ummæli

Unknown sagði…
Svo sammála þér með norðurmýrska sumarið - ég held að ég hafi bara ekkert vitað hvað sumar var áður en ég flutti í þessa paradís!
Móa sagði…
ójá norðurmýrin...;)

Vinsælar færslur