þriðjudagur, 25. ágúst 2009

pabbi

Ég á í miklum erfiðleikum með að útskýra fyrir ungri dóttur minni dauðleika okkar mannanna, einhvern veginn vefst mér tunga um tönn, kem ekki upp orði til að lýsa því. Í dag á pabbi afmæli og þá fannst henni ísold eðlilegt að pabbi kæmi aftur. "kemur hann aftur" spurði hún vonbjartri röddu þegar ég var að tala um afmæli hans í dag. En nei ekki gat ég nýtt mér fimm ára heimspekinám í það skiptið og kannski þarf ég ekki að lýsa því fullkomlega fyrir henni hvernig manni líður eins og tómri skel og hálfmunaðarlausri án elsku pabba. En svona er lífið seyrt og kalt myndi pabbi segja, hann hefði líklega viljað að ég keypti handa honum enn eina bókina, farið með mér á mokka og gefið mér vöfflu með sultu og rjóma, mikið sakna ég hans.

0 ummæli: