síðasta vikan í ágúst
er eins og sunnudagur sumarsins...haustið kemur á morgun, hræðilega þunglyndisleg mynd í sjónvarpinu og angistarfullur mánudagurinn á næsta leyti. Fyrstu skrefin í ýmsum skólum, spenna og kvíði í einhvers konar magahnút. Ég ætlaði nú alltaf að skrifa hér ferðasögu úr okkar ótrúlega ævintýralegu tjaldferð á hálendið og á vestfirði... og hver veit nema maður gefi sér tíma í slíkt hér í bláberjaskyrsfjólubláa svefnherbergi mínu. tæknilegir örðugleikar eru líka á vegi mínum...því tölvan virðist vera yfirfull af dauða og þungarokki(undarlegt nokk)!
Ummæli