þriðjudagur, 22. september 2009

af hverju eru fiskar í sjónum, mamma?

Spurði eldri dóttir mín eitthvað í kringum afmæli Darwins gamla...ég viðurkenni að ég fór ekki út í þróunarkenninguna. Aðallega vegna þess að þessi spurning var ein af fimmtíu sem rann úr munni stúlkunnar í stríðum straumi. Hún getur sko talað, það skýrt og hátt. Mamma, hvenær má ég eiginlega gifta mig? er líka mjög algeng spurning og um daginn spurði hún mig hvort hún mætti mála hárið á sér svart...það er svo flott!!!
Ég er farin að notast við uppnefni sem fyrrum nágrannar mínur fundu upp og kalla hana við þessi tilefni: Fröken Málfríður Tungufoss.
Yngri dóttirin fór í málþroskapróf og heyrnarmælingu sem gekk ljómandi vel. Ég var líka spurð út í orðaforða dótturinnar en sleppti því algerlega að segja að þessi litla dama hefði sagt angotans um daginn...(við það blótaði ég sjálfri mér í hljóði) jú hún segir heilar setningar og horfir á líka á heilar bíómyndir,(var heldur ekkert að segja að tveggja og hálfsárs dóttir mín væri sjónvarpssjúklingur). ég veit ekki með þetta uppeldi er það ekki bara ofmetið fyrirbæri ;)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið er gaman að sjá að þú skrifar enn hér á blogginu. Mikið er ég glöð yfir því hve mikið og vel þær tala. Var nefnilega að horfa á þöglu börnin :(
amma Bryndís

epísk fjölskyldusaga sagði...

takk för, elsku Bryndís er nú bara ánægð að einhver skuli lesa þetta :)

blaha sagði...

Þú verður bara að kenna henni fleiri blótsyrði, þá hefur hún örugglega margt fleira að segja ykkur.

epísk fjölskyldusaga sagði...

hellti niður hálfum lítra af mjólk um daginn af miklu listfengi, sú stutta lærði þá að blóta á frönsku tvö ef ekki fleiri orð...